Vöruflokkar

 

Skilmálar Ódýrsins

 

Tveggja ára neytendaábyrgð er á raftækjum og búnaði öðrum en rekstrarvöru.

 

Hleðslurafhlöður í fartölvum, spjaldtölvum og öðrum búnaði eru með 2ja ára ábyrgð á mögulegum framleiðslugöllum en rafhlöður eru rekstrarvara með mismunandi endingu eftir því hversu oft þær eru endurhlaðnar flestir framleiðendur ábyrgjast að rafhlöður í fartölvur og spjaldtölvur séu endurhlaðanlegar í allt að 1 ár en sé um lengri ábyrgð á líftíma rafhlöðu er það tekið fram sérstaklega. Sé nóta skráð á fyrirtæki er eins árs ábyrgð á búnaði öðrum en rekstrarvöru. Ábyrgð telst til framleiðslu- eða efnisgalla á vörum. Kaupnóta er ábyrgðarskírteini og skal því geyma. Mikilvægt er fyrir alla viðskiptavini að vera með örugga og reglulega gagnaafritun en Ódýrið tekur ekki ábyrgð á gögnum eða forritum sem gætu tapast vegna framleiðslugalla í seldum vélbúnaði. Ódýrið er með 100% Pixlaábyrgð á nýjum LCD og LED skjám svo ef gallaður pixell reynist vera í skjá hefur viðskiptavinur 14 daga frá kaupdegi til að gera athugasemd og fá honum skipt út.

 

Öllum vörum Ódýrsins er dreift af Íslandspósti. Landið er eitt gjaldsvæði, og er sendingargjaldið FRÍTT, sama hvað pantað er.  Vörur á lager eru sendar af stað samdægurs eða í síðasta lagi næsta virka dag eftir móttöku pöntunar. Varan getur þó tekið 3 daga að berast viðtakanda.

 

Við höfum að leiðarljósi að veita sem lægstu verð en Ódýrið er ekki heildsala og áskilur sér rétt til að hafna magnpöntunum.

 

Vinsamlegast athugið að öll verð á vefnum er birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl. 

 

Til að endursenda vörur má gera það á heimilisfang okkar Tölvuvirkni/Ódýrið, Pósthólf 295, 212 Garðabær.

 

Ódýrið hefur það að markmiði sínu að veita persónulega og góða þjónustu og erum við með opið vefspjall alla virka daga frá 10-18.


Ef þig vantar að heyra í bókhaldi okkar má gera það á virkum dögum frá 10-16 í síma 555 6250. 

Facebook síða

 

 

Sumarfrí

   

Ódýrið er í sumarfríi en við svörum þó reglulega :)

Ódýrið | Vefverslun | Heyrðu í okkur í netspjallinu | odyrid@odyrid.is

Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl. 
Ódýrið / Tölvuvirkni ehf | KT.670202-2830 | VSK númer 74100 | Sími 555 6250 | Ábyrgðarskilmálar eru í >> Um okkur >> skilmálar

Keyrir á vefverslunarkerfi Smartmedia